Prairie Evil Twin BA Bible Belt, besti bjórinn í ÁTVR?

Á undanförnum árum hefur úrval „craft“ bjóra aukist til muna í verslunum ÁTVR. Ofan á gamal gróin vörumerki hefur bæst hreint ótrúlegt úrval bjórum frá Founders, Stone, Logsdon og Mikkeller svo eitthvað sé nefnt.

Á síðasta ári kom Prairie/Evil Twin Barrel Aged Bible Belt frá Prairie Artisan Ales í Oklahoma í hillur. Þetta er bjór sem var framleiddur í frekar takmörkuðu upplagi og er tunnuþroskuð útgáfa af Bible Belt sem var samvinnu verkefni Prairie og Evil Twin. Í grunninn er sá bjór hinn frægi Even More Jesus frá Evil Twin en búið er að eiga aðeins við hann og bæta við skakónibbum, vanillu , kaffi og chili pipar svo eitthvað sé nefnt. Í tunnuþroskuðu útgáfunni er svo búið að geyma bjórinn á Heaven Hill bourbon tunnum.

Þetta er hreint magnaður bjór. Það er gríðarleg vanilla í nefi en undirliggjandi má finna eik og kryddartóna. Hann er margslunginn á tungu og er eins og silki í drykkju.

Það er hreint magnað að þessi bjór hafi birst hér á síðasta ári og má nánast fullyrða að þetta er líklegast einn allra besti bjórinn sem fæst í ÁTVR um þessar mundir.

Hann fær full meðmæli frá Vínotek.

Deila.