Trufflað á Essensia

Trufflur hafa ekki verið algengar á Íslandi nema þá helst í formi truffluolíu en þó hefur það gerst endrum og eins að metnaðarfullir matreiðslumenn hafa boðið upp á alvöru ferskar trufflur. Nú er truffluvika framundan á Essensia sem hefur orðið sér úti um vetrartrufflur frá Molise-héraðinu á Ítaliu.

Á seðlinum verður hægt að fá trufflur í nokkrum útgáfum:

  • 2 hleypt  egg, grillað brauð, hollandaise, sneiddar ferskar Moscato vetrartrufflur
  • Tagliolini Cacio Pepe, parmaskinku-salami crumble, rifnar ferskar Moscato vetrartrufflur
  • Parmesan Risotto, Porcini villisveppir, stökkt Guanciale, rifnar ferskar Moscato vetrartrufflur
  • Ricotta Gnocchi, Salsiccie pylsa, ristaðar heslihnetur, rifnar ferskar Moscato vetrartrufflur.
  • Eldbökuð Napoletana- pizza, mozzarella, ricotta, mascarpone, porcini villisveppir, sneiddar ferskar Moscato vetrartrufflur

Truffluvikan á Essensia stendur yfir dagana 5-8 febrúar og eru truffluréttirnir í boði bæði í hádeginu og á kvöldin.

Deila.