B.io Nero d‘Avola-Cabernet Sauvignon 2018

Bpuntoio er rauðvín úr lífrænt ræktuðum þrúgum, framleitt af vínsamlaginu Terre Cevico. Þótt Terre Cevico sé vínsamlag bænda í héraðinu Emilia-Romagna hefur það hafið samvinnu við ræktendur á Sikiley við að gera vín úr lífrænt ræktuðum þrúgum. Þetta rauðvín er úr sikileysku þrúgunni Nero d‘Avola en einnig hinni „alþjóðlegu“ Cabernet Sauvignon. Liturinn er dimmrauður, þykkur og heitur ávöxtur ríkjandi í nefi, plómur, sæt kirsuber, blómaangan og kóngabrjóstsykur, ágætlega þéttur, mjúkur og safaríkur ávöxtur í munni.

70%

2.190 krónur. Mjög góð kaup. Gott lífrænt matarvín.

  • 7
Deila.