Domaine des Malandes Petit Chablis 2018

Domaine de Malandes er lítið fjölskyldurekið vínhús í Chablis sem lengi hefur verið í uppáhaldi hjá okkur enda vínin þaðan nær undantekningalaust virkilega vel gerð og aðlaðandi.

Og það eru ekki bara stóru Premier og Grand Cru-vínin frá Malandes sem eru flott, Petit Chablis-vínið er hreinasta afbragð. Munurinn á Chablis og Petit Chablis er landfræðilegur eða jafnvel öllu heldur jarðfræðilegur, Petit Chablis eru ekrur þar sem kalksteinninn sem er svo einkennandi fyrir jarðveginn er frá yngri jarðfræðilegu tímabili en engu að síður milljóna ára gamall.

Vínði er ljóst og ungt, í nefi þroskuð gul epli, smá sítrónubörkur, sæt gul melóna og bananar. Milt og ferskt, sýrumikið en mjúkt. Virkilega flott vín.

80%

2.699 krónur. Frábær kaup. Vín fyrir rækjukokteilinn, bleikjuna og hörpuskel.

  • 8
Deila.