Paul Mas 1892 Rouge 2018

Saga vínhússins Paul Mas í Languedoc í Suður-Frakklandi hófst árið 1892 þegar að Auguste Mas kaupir fyrstu vínekru fjölskyldunnar, átta hektara að stærð nærri þorpinu St. Pons de Mauschiens. Í dag er vínhúsið með þeim stærri í Languedoc og þetta vín er nefnt 1892 til að minna á upprunann.

Það er blanda úr suður-frönskum þrúgum, lífrænt ræktuðum, Carignan, Grenache og Mourvédre en einnig er Cabernet Sauvignon í blöndunni. Vínið hefur bjartan, rauðan lit, í nefi ungur, rauður ávöxtur, smá kryddaður, þarna eru rifsber, jarðarber rabarbari og mildur lakkrís, létt og þægilegt í munni, mild sýra og tannín.

70%

2.290 krónur. Mjög góð kaup. Létt og þægilegt suður-franskt vín, berið fram við 16-18 gráðum, fínt með ungum ostum.

  • 7
Deila.