
Freyðivín eru framleidd víða um Frakkland og í Búrgund kallast þau Crémant du Bourgogne. Bailly-Lapierre er framleiðandi í þorpinu Bailly í norðurhluta héraðsins. Þetta er nágrannasveit Champagne og þrúgurnar því ekki bara þær sömu og ræktaðar eru í Champagne (það er Pinot Noir og Chardonnay) heldur aðstæður allar einnig mjög svipaðar. Þar sem sama aðferð er notuð við gerð freyðivínsins og í Champagne verður útkoman oft mjög góð.
Við kíktum við í hinn einstaka kjallara Bailly, Cave de Bailly, sem er í berghelli þar sem lengi var stundað grjótnám. Lesa má um þá heimsókn hér.
Þetta er klassískur og fínn Crémant, litur fölur og freyðingin þétt og fín, brioche og kex í nefi, mildur sítrus og gul epli, þurrt og brakandi ferskt.
2.699 krónur. Frábær kaup.
-
8