Ólafur Elíasson myndskreytir Mouton 2019

Margir af frægustu listamönnum samtímans hafa í gegnum árin verið valdir til að myndskreyta flöskumiða Chateau Mouton-Rothchild, sem er eitt af hinum fimm Chateau-um Bordeaux sem tróna efst á toppnum sem Premier Grand Cru Classé. Meðal þeirra sem hafa lagt til myndir á miðana eru Picasso, Dali, Miró, Chagall og Warhol.

Nú hefur verið tilkynnt að árgangur 2019 verði myndskreyttu af Ólafi Elíassyni. Verk hans heitir Solar Iris of Mouton og er óður til tengsla sólarinnar og vínsins.

Við höfum átt nokkrar ógleymanlegar heimsóknir til Mouton og tókum á sínum tíma viðtal við Philippine de Rothschild, í Íslandsheimsókn hennar, sem stjórnaði þessu magnaða um áratugaskeið fram að andláti sínu 2014. Viðtalið má lesa hér.

Deila.