
Vinyes Ocults Gran Malbec er rauðvín frá litlu vínhúsi í jaðri Uco-dalsins í Mendoza þar sem víngerðarmaðurinn Tomas Stahringer hefur stundað lífeflda ræktun í rúman áratug. Þetta er með hæstu svæðum Mendoza, nær þúsund metrum yfir sjávarmáli og hitasveiflurnar innan sólarhringsins miklar. Gran Malbec hefur djúpan rúbínurauðan lit, heitur og kryddaður plómu og bláberjaávöxtur í nefi, mynta, kakó og tonkapipar, eikin sæt og þykk, mjúkt og feitt í munni, tannín silkimjúk, kryddað og heitt.
100%
5.490 krónur. Frábær kaup. Hörku Malbec með nautasteikinni.
-
10