Volpaia 2018

Volpaia er lítið þorp rétt norður af Radda í miðju Chianti Classico-svæðisins sem lengi vel var umlukið virkisvegg eða það sem á ítölsku er kallað terra murata.  Þó svo að það standi ekki mikið eftir af virkisveggnum í dag þá er þorpið einstaklega fallegt og vel varðveitt. Ekrur Castello di Volpaia eru með þeim hæstu í Chianti, í allt að 600 metra hæð yfir sjávarmáli, og þarna hafa verið ræktuð vín öldum saman. Ræktunin í dag er lífræn og þetta vín hefur lengi verið í miklu uppáhaldi hjá okkur og því ánægjulegt að sjá það hér á landi. Blandan er 90% Sangiovese og 10% Merlot. Ferskur, sætur og rauður berjaávöxtur, blómaangan, skógarbotn og villtar kryddjurtir. Áferðin er þurr, fersk og björt, þægileg sýra og stíf tannín sem halda utan um vínið.

90%

3.794 krónur. Frábær kaup. Með risotto eða pastasósum með kjöti.

  • 9
Deila.