L’Esprit de Jean Voisin 2017

Vínhúsið Jean Voisin í St. Emilion í Bordeaux getur rekið sögu sína allt aftur til ársins 1583 þegar einn af broddborgurum bæjarins, Jean Voysin, hóf vínrækt á skika sem hann átti. Ekrur Chateau Jean Voisin eru í dag um fimmtán hektarar og flokkaðar sem St. Emilion Grand Cru Classé. L’Esprit de Voisin er það sem Frakkar nefna „deuxiem“ eða „annað“ vín hússins, yfirleitt gert úr þrúgum af yngri vínvið en vínið sem ber Chateau-titilinn.

L’Esprit er stílhreint St. Emilion, blandan 95% Merlot og 5% Cabernet Franc. Þykkur sólberjaávöxtur, rifs, piprað, mildur reykur, vínið er þétt, þykkur berjasafi, mjúk, kröftug tannín. Má gjarnan umhella.

80%

4.590 krónur. Mjög góð kaup. Selt í gegnum vefsölu affblitz.is. Umhellið og reynið með t.d. andarbringum.

  • 8
Deila.