Finca Martelo Reserva 2016

Finca Martelo er eitt hinum stórkostlegu vínum La Rioja Alta, vín frá búgarðinum Torre de la Ona sem ætlað er að vera samtímaútgáfa af rauðu Rioja-víni. Þetta er fjórði árgangurinn sem framleiddur er af víninu en 2016 er jafnframt einhver besti árgangur í Rioja í langan tíma, heitt og þurrt sumar og í lokin mild haust sem tryggði að þrúgurnar gátu náð fullkomnum þroska. Uppistaðan í blöndunni er auðvitað Tempranillo en það er smá hlutfall af Mazuelo, Garnacha og hinni hvítu Viura allt af gömlum vínvið í Rioja Alavesa. Vínið liggur lengi á tunnum og það er fyrst og fremst notuð amerísk eik (80%). Liturinn er djúpur, dimmrauður en farinn að sýna byrjandi þroska, ilmurinn er sömuleiðis farinn að þróast, eik og ávöxtur að renna samn í eina heild, leður, sætur balsamviður og sedrus sem hjúpa dökkan og kryddaðan berjakjarna, tannín fínleg en mikið undirliggjandi afl og lengd. Elegant og flott vín.

100%

5.399 krónur. Frábær kaup. Þetta er vín sem fellur afbragðsvel að villibráð.

  • 10
Deila.