Saltfiskur er eitthvert besta hráefni sem að við eigum og það kunna engir betur að eiga við hann en Spánverjar. Það magnaða við þennan rétt er hvernig brögðin renna saman og ekkert eitt verður ríkjandi.
Þorskur nýtur vaxandi vinsælda meðal Íslendinga enda einhver besti fiskur sem fáanlegur er. Þykku hnakkastykkin eru besti hluti flaksins og er hægt að matreiða á margvíslega vegu.
Stórlúða er fiskur sem hentar mjög vel til grillunar, ekki síst ef hún er skorin í þykkar og fínar sneiðar. Hér er hún gerð með afbrigði af gremolata en það er kryddjurtamauk sem er nokkuð notað í matargerð Norður-Ítalíu.