Salsa Verde

Græn sósa eða Salsa Verde er ítölsk kryddjurtasósa sem hentar afskaplega vel með jafnt fiski sem grilluðu kjöti. Hún er mjög góð t.d. með bleikju og steiktu rótargrænmeti. Það er einnig til mexíkósk sósa sem ber sama nafn en er þó um flest annað mjög frábrugðin.

Það eru til margar útgáfur af Salsa Verde og er t.d. algengt að ansjósur séu notaðar í sósuna. Þeim er þó sleppt hér.

Hráefni

  • 2 búnt steinselja
  • 1 lúka basillauf
  • 1 msk Dijon sinnep
  • 2 hvíltlauksgeirar
  • 2 msk capers
  • 1 msk rauðvínsedik
  • 2 dl ólívuolía
  • Salt og pipar

Klassíska leiðin er sú a saxa kryddjurtir, hvítlauk og kapers mjög smátt og píska síðan saman við olíu, sinnep og edik. Það er hins vegar líka hægt að mauka allt varlega í matvinnsluvél, salta og pipra.

Hægt er að geyma sósuna í lokuðu í láti í kæli í nokkra daga.

 

Deila.