Þetta er norður-indverskt Curry frá Punjab-héraðinu og rétt eins og í öllum indverskum curry-uppskriftum er ekki teskeið af karrý-kryddi í uppskriftinni.
Hakkað nautakjöt er ekki algengasta hráefnið í indverskri matargerð. Í þessum rétti sem heitir Massai Kheema og er það sem við á íslensku köllum kássa er hakkið hins vegar notað í bland við fullt af bragðmiklum, indverskum kryddum, sem lengja hráefnislistann töluvert.
Vindaloo er að finna á matseðli flestra indverskra veitingahúsa en rétturinn kemur upprunalega frá Goa á vesturströnd Indlands. Þar er töluvert um portúgölsk áhrif og er talið að nafnið megi rekja til Carne de vinha d’alhos en uppistaðan í þeim rétti er svínakjöt, hvítlaukur og vínedik. Bætið við fullt af indverskum kryddum og útkoman er Vindaloo.
Þessi norður-indverska lambauppskrift er frá Kasmír héraði og heitir á frummálinu Kashmiri Gosht. Það er mikið af kryddum í henni og útkoman verður bragðmildur og mjúkur réttur.
Biryani eru hrísgrjónaréttir sem algengir eru víða um Indland en upphaflega barst þessi tegund matreiðslu til Indlands með múslímskum innflytjendum. Í biryani réttum sem kenndir eru við Hyderabad er yfirleitt notað kjöt, lamb eða kjúklingur.