Rabarbarabaka – þessi sígilda

Þetta er gamla og góða leiðin við að elda rabarbaraböku, að minnsta kosti á mörgum heimilum. Þetta er ekki baka með smjördeigi heldur mylsnudeig, eða það sem á skandinavísku er kallað „smuldeg“.

  • 400 g rabarbari
  • 2 dl sykur
  • 0,5 dl hveiti
  • 2 egg

Blandið eggjum, hveiti og sykri saman. Skerið rabarbarann í litla bit og blandið saman við deigið. Setjið í eldfast form.

  • 2 dl hveiti
  • 1,5 dl púðursykur
  • 50 g smjör

Blandið saman og dreifið yfir deigið.

Bakið við 200 gráður í um 40 mínútur. Berið fram með ís eða þeyttum rjóma.

 

Deila.