Basil Gimlet

Gimlet er einn af sígildu gindrykkjunum og fyrstu heimildir um hann eru frá 1928 og hann hefur líka komið við sögu í krimmum meistara á borð við Raymond Chandler. Hér er útgáfa Ása á Slippbarnum.

  • 6 cl Hendrick’s gin
  • 3 cl límónusafi
  • 2,5 cl sykursíróp
  • 4 basilblöð

Hristið allt saman með klaka. Síið með tvöfaldri síu (doublestrain) í kokteilglas. Bætið við basillaufi og myljið örlítinn svartar pipar yfir.

Deila.