
Gnocchi
Nafnið „gnocchi“ er í raun samheiti á ítölsku yfir bollur af ýmsu tagi sem búnar eru til úr hveiti eða öðru sterkjuríku hráefni og síðan soðnar eða bakaðar. Stundum er uppistaðan spínat og ricotta-ostur (sá réttur er oft kallaður malafatta), í kringum Róm er semolina-gnocchi algengt en þekktast er líklega kartöflu- gnocchi.