Grappa

Í flest­um vín­rækt­ar­hér­uð­um Evr­ópu er sam­hliða vín­um fram­leitt eim­að áfengi úr hrat­inu sem af­gangs verð­ur við vín­gerð­ina. Í Frakk­landi er þessi drykk­ur kall­að­ur marc en í Þýska­landi Trester. Oft­ar en ekki hef­ur þetta ver­ið hrár ruddi, fyrst og fremst ætl­að­ur til að ylja bænd­um í sveit­inni á köld­um vetr­ar­morgn­um. 

Á Ítal­íu hef­ur hins veg­ar þessi af­urð, sem þar í landi er köll­uð grappa, öðl­ast nýtt líf og er orð­in að „virðu­leg­um“ drykk, sem oft þarf að greiða há­ar fúlg­ur fyr­ir. Grappa var þó lengi vel ekki að finna á fín­um veit­inga­stöð­um inn­an um kon­íak og aðra eð­al­drykki. Hins veg­ar var al­gengt að menn settu skvettu af grappa út í espresso-boll­ann sinn eft­ir að hafa klárað úr hon­um og ­skelltu þessu kaffi­blandi, sem kall­að  er corretto, í sig í ein­um sopa.

Marg­ar ástæð­ur eru fyr­ir hin­um auknu vin­sæld­um grappa. Lík­lega hefði þó drykk­ur þessi aldrei náð langt út fyr­ir sveit­irn­ar ef stór­stíg­ar fram­far­ir hefðu ekki orð­ið við fram­leiðsl­una á síð­ast­liðn­um ára­tug­um. Áð­ur fyrr reyndu vín­bænd­ur að ná sem mestu af vökva úr hrat­inu eft­ir gerj­un og var það gjarn­an press­að hressi­lega til að ná síð­ustu drop­un­um úr því. Að því búnu var hrat­inu, sem á ítölsku er kall­að vin­accia, kom­ið fyr­ir í geymsl­um, áþekk­um súr­heysturn­um og lát­ið bíða, oft svo vik­um og mán­uð­um skipti, áð­ur en eim­ing­ar­meist­ari sveit­ar­inn­ar kom á stað­inn með far­and­eim­ing­ar­tæki sín. Þá þurfti yf­ir­leitt að bleyta upp í hrat­inu áð­ur en eim­ing gat átt sér stað, en það var að auki oft­ar en ekki far­ið að gerj­ast á nýj­an leik. Út­kom­an að eim­ingu lok­inni var í fullu sam­ræmi við hrá­efn­ið í upp­hafi, gróft og rudda­legt brenni­vín.

Sú aukna áhersla á gæði sem ein­kennt hef­ur vín­fram­leiðslu á Ítal­íu sem ann­ars stað­ar hef­ur leitt til þess að mönn­um er ekki leng­ur í mun að ná sem mestu úr hrat­inu. Reglu­gerð frá Evr­ópu­sam­band­inu ár­ið 1970, sem seg­ir að 10% af öll­um þrúgusafa, sem fram­leidd­ur, er skuli eim­uð, hef­ur jafn­framt leitt til að hrá­efn­ið í grappa­fram­leiðslu hef­ur batn­að veru­lega.

Bylt­ing hef­ur einnig orð­ið í sjálfri eim­ing­ar­tækn­inni og stöðugt fjölg­ar grappa-teg­und­un­um á mark­aðn­um, sem fram­leidd­ar eru í litlu magni í sér­hæfð­um eim­ing­ar­tækj­um. Grappa hef­ur alla tíð ver­ið al­geng­ast á Norð­ur-Ítal­íu og þá ekki síst í hér­uð­un­um Alto-Adige (Suð­ur-Týról), Veneto og Fri­uli og því kannski ekki að furða að það hafi ver­ið fram­leið­andi frá Fri­uli, Non­ino að nafni, sem átti hvað mest­an heið­ur af þró­un grappa. Non­ino gerði til­raun­ir með eik­ar­leg­ið grappa og seldi af­urð­ir sín­ar í fal­leg­um flösk­um.

Nú er varla til sá vín­fram­leið­andi á Ítal­íu sem legg­ur ekki mik­inn metn­að í það að bjóða upp á sér­hæft grappa, oft af einni vín­ekru eða úr einni þrúgu (grappa monovitigno), sam­hliða vín­um sín­um. Enn er iðn­að­ar­grapp­að ráð­andi en ekki er leng­ur erfitt að finna vand­að og gott grappa sem sýn­ir hvers vegna ­grappa nýt­ur þeirra vin­sælda sem raun ber vitni. Grappa hef­ur aldrei til að bera sömu fág­un og vand­að kon­íak, þótt flösk­urn­ar séu stund­um jafn­glæsi­leg­ar. Styrk­ur þess er hins veg­ar hversu vel það end­ur­spegl­ar ákveðna þrúgu eða ákveðna ekru þeg­ar vel tekst til og sýn­ir hana í allt öðru ljósi en hið létta vín, sem fram­le itt er úr sömu þrúg­um.

Deila.