Peter Lehmann Seven Surveys 2007

Peter Lehman Seven Surveys 2007 er áströlsk blanda þriggja suður-franskra þrúgnategunda af gömlum vínvið, Shiraz, Mourvédre og Grenache. Það er ungt og keyrt áfram á braðgmiklum rauðum berjaávexti,aðallega kirsuberjum og trönuberjum, þarf nokkurn tíma til að opna sig. Dökkt súkkulaði og plómur blandast saman við berin í nefi og gefur víninu aukna dýpt. Stíllinn um marg blanda af hinum ástralska víngerðarstíl og einkennum franskra Rhone-vína. Góð kaup.

2.298 krónur.

 

 

Deila.