La Trappe tripel

Trappist-bjórar eru bjórar bruggaðir í trappist-munkaklaustrum. Alls telja klaustrin vel á annað hundrað en sjö þeirra brugga bjór. Sex af af þessum trappist-bruggklaustrum eru í Belgíu en þó ekki öll. Eitt er að finna í Hollandi. Þessi bjór kemur frá hollenska trappist-húsinu Koningshoeven. Þetta er tripel-bjór en í því felst að þrefalt meira er notað af malti við bruggun bjórsins en í hefðbundnum trappist-bjór.

Gullinbrúnn á lit (svolítið eins og malt og appelsín), sætur bæði vegna áfengismagnsins (8%) og maltsins með krydduðu ávaxtabragði, geri og vanillu í lokinn. Margslunginn bjór.

33 cl. flaska af La Trappe tripel kostar 449 krónur.

Deila.