Parés Baltà Honeymoon 2008

Hvítvínið Honeymoon frá Parés Baltà í Katalóníu – sem lesa má um nánar hér – er hreint Parellada-vín en Parellada er ein helsta hvítvínsþrúga Spánverja. Líkt og önnur vín þessa framleiðanda er það lífrænt ræktað.

Honeymoon 2008 hefur sæta angan af gulum og rauðum eplum, nokkuð þroskuðum, og jafnvel perum. Vínið hefur nokkra sætu í munni, eplabragðið heldur áfram, og ágæt sýra gefur brýtur upp sætuna og gefur því ferskleika.

Til dæmis sem fordrykkur eða með léttum forréttum.

1.789 krónur.

 

Deila.