Punto Final Reserva Malbec

Þetta er þungaviktar Malbec frá Mendoza í Argentínu. Þrúgurnar af hálfrar aldar gömlum vínvið, sem gefur mikla samþjöppun og þyngd.

Punto Final Reserva Malbec 2005 er bolti með angan af kaffi og púðursykri, vanillu og reyk, ávöxturinn dökk og þroskuð sólber. Vínið er þétt og mikið um sig, feitt með silkimjúkum tannínum, töluverður hiti, enda vínið 14,5%. Þarf hins vegar smá tíma til að opna sig, það borgar sig að umhella þessu víni.

Með þurrum ostum eða nautasteik.

2.899 krónur.

 

Deila.