Castellani Brunaio Brunello di Montalcino 2003

Þetta er þroskaður og flottur Brunello frá framleiðandanum Castellani en Castellani-fjölskyldan er umsvifamikil í vínframleiðslu í Toskana með ekrur í Chianti, Maremma og Vino Nobile di Montepulciano-svæðinu.

Brunaio Brunello di Montalcino 2003 er frá hitabylgjusumrinu mikla og er farið að sýna nokkurn þroska. Reykur og reykt kjöt í nefi, þurrkaðar kryddjurtir, blýantsydd, jörð og fjós. Kröftugur sultukenndur bragðmassi í munni, með silkimjúkum tannínum, afskaplega mjúkt með kjötmiklum ávexti. Verulega flottur Brunello.

Með villibráð og lambi.

4.991 krónur

 

 

 

Deila.