Bollur á bolludegi

Það eru líklega fáir Íslendingar sem ekki fá sér bollu á bolludeginum og flestir fleiri en eina en talið er að þessi siður hafi fest hér rætur á árum áður fyrir tilstilli danskra bakara. Menn hafa slegið á að borðaðar séu um milljón bollur í kringum þennan dag.

Auðvitað má færa rök fyrir því að hann tengist föstunni að einhverju leyti sem nú fer að hefjast. Þá rekumst við auðvitað hins vegar á þá staðreynd að bolludagurinn kemur fyrst við sögu mörgum öldum eftir að við Íslendingar sögðum skilið við kaþólsku.

Við mælum að sjálfsögðu með því að allir fái sér bollu og gerum okkur grein fyrir því að það er takmarkað hvað menn geta innbyrt af sætabrauði.

Er því ekki tllvalið að taka konseptið alla leið og fá sér til dæmis ítalskar kjötbollur eða spænskar kjötbollur í kvöld. Þessar uppskriftir eru síst verri en sætabrauðið.

Deila.