El Bulli endanlega lokað

El Bulli veitingahús Adrian Ferran  í bænum Roses við Costa Brava í Katalóníu á Spáni verður lokað endanlega í árslok. Ferran hafði áður lýst því að hann hygðist loka staðnum í tvö ár þar sem hann væri örmagna og yrði að fá hvíld sem hann hygðist nota til að endurskoða áform sín. Hann myndi því skila inn Michelin-stjörnunum sínum þremur.

Nú greinir hann hins vegar frá því að eftir að staðnum verði lokað í árslok muni dyr hans ekki opnast á nýjan leik. El Bulli hefur árum saman trónað efst á listum þar sem bestu veitingahús veraldar eru valin.

Þrátt fyrir að þúsundir manna séu á biðlista eftir að fá borð á El Bulli, sem einungis er opin frá júní til desember, segist Ferran að staðurinn hafi verið rekin með allt að hálfrar milljón evru tapi á ári. Það gangi ekki lengur.

Þegar hann hafi sest niður til að íhuga framtíð sína hafi hann komist að þeirri niðurstöðu að skynsamlegra væri að gera eitthvað annað. Hann hyggst setja á laggirnar stofnun á sviði framsækinnar matargerðar. Hann útilokar hins vegar ekki að hann muni í framtíðinni opna einfaldari matsölustað.

Deila.