Benchmark Shiraz 2008

Þessi suður-ástralski Shiraz frá Suður-Ástralíu er í essinu sínu núna. Ég smakkaði hann í fyrra og fannst þá 2008 árgangurinn full ungur og hrár. Núna blómstrar hann hins vegar.

Þetta er þykkur og kraftmikill Shiraz á la Australía, dúndrandi lakkrís og leður, haugar af súkkulaði  í bland við súrsætan sólberjaávöxt og meira að segja smá tannín sem bíta. Þetta er nokkuð áfengt vín, heil 14,5%, sem birtist í sætri  og þægilegri „skósvertu“-angan.

En þessi Shiraz þarf svolítið kröftugan mat. Reynið með grilluðu kjöti og gjarnan BBQ-sósu og hví ekki réttum á borð við Osso  Bucco.

Frábær kaup á 1.850 krónur

 

Deila.