Gullið tár

Gullið tár er sá íslenski kokkteill sem þekktastur er utan landsteinana en með þessum drykk vann Bárður Guðlaugsson gullið á heimsmeistaramóti barþjóna í Vínarborg árið 1993.

Það var Toffi á barnum í Perlunni sem blandaði hann saman fyrir okkur en það er eini staðurinn á landinu þar sem hægt er að fá hið gyllta tár hrist saman þar sem Perlan er eini staðurinn sem kaupir inn Bols Gold, líkjörinn með gullflögunum, sem er mikilvæg uppistaða kokkteilsins.

4 cl Absolut Citron vodka

1 cl Bols Gold

1 cl Dry Vermouth

safi pressaður úr einum kumquat-ávexti

Setjið í hristara og hristið vel ásamt klaka. Berið fram í Martini-glasi. Skreytið með kumquat eða sítrónu- og appelsínuberki.

Deila.