Grilluð nautasteik með pestó-jógúrtsósu

Grilltíðin er hafin og fátt er betra á grillið en safarík nautasteik. Hér er dæmi um ferska og góða sósu með steikinni þar sem við leikum okkur svolítið með hina klassísku ítölsku pesto-sósu.

Ribeye er einhver besta grillsteikin. Saltið steikurnar með grófu salti, sjávarsalti eða Maldon, og setjið á sjóðheitt grillið. Grillið í 3-4 mínútur á hvorri hlið eftir því hvað þær eru þykkar og hvernig steikingu þið viljið. Takið af grillinu og látið standa í nokkrar mínútur við stofuhita áður en þær eru bornar fram.

Útbúið pesto samkvæmt þessari uppskrift sem fæst með því að smella hér.

Blandið pestói og grískri jógúrt saman til helminga í skál. Pískið saman með gaffli og geymið í ísskáp. Best er að gera sósuna að minnsta kosti klukkustund áður en hún er borin fram þannig að bragðið nái að renna vel saman. Geymið afgang af pesto ef einhver er í lokuðu íláti í ísskáp.

Berið steikurnar fram með sósunni og grænu salati.

Gott nautakjötsrauðvín með, t.d. Los Condes Gran Reserva eða Luzon Monastrell.

Deila.