Grískar lambakótilettur

Þessar grilluðu lambakótilettur eru í grískum stíl. Það er best að hafa kótiletturnar þykkar, fituhreinsa þær vel og skera síðan í tvennt.

  • 8 kótilettur, fituhreinsaðar og skornar í tvennt
  • búnt af rósmarín
  • lúka óregano
  • 4 hvítlauksgeirar
  • safi úr einni sítrónu
  • 1/2 dl ólívuolía
  • cayennepipar
  • salt

Setjið rósmarínnálarnar og óreganóblöðin í matvinnsluvél ásamt hvítlauknum, sítrónusafanum, olíunni, salti og Cayennepipar. Maukið gróft. Það er líka hægt að saxa allt smátt og blanda saman í skál.

Leggið kótiletturnar í löginn og leyfið þeim að liggja þar í um klukkustund. Grillið á háum hita.

Berið fram með bökuðum kartöfluskífum, krydduðum með þurrkuðu óreganó, salati og tzatziki. Hellið góðri ólívuolíu yfir kjötið, kartöflurnar og salatið.

Rauðvíni frá Suður-Evrópu hentar vel, t.d. Lamadoro Primitivo.

Deila.