Dill í New York Times

Þótt Íslendingar séu orðnir vanir því að um land okkar sé fjallað, á bæði jákvæðan og neikvæðan hátt, er það ekki á hverjum degi sem bandaríska stórblaðið New York Times fjallar um íslenskan veitingastað og hrósar honum í hástert. Það gerðist nú á dögunum er Barry Yourgrau fjallaði um Dill í dálkinum Table hopping. Hér má lesa grein Yourgrau og ef þið viljið lesa meira er hægt að benda á þetta viðtal hér við Gunnar Karl Gíslason og umsögn Vínóteksins um Dill má loks lesa hér.

Deila.