Trivento Mixtus í nýjum búningi

Eitt vinsælasta vín landsins, Mixtus frá argentínska vínhúsin Trivento, hefur fengið andlitslyftingu. Vínið er nú komið í flöskur með skrúfutappa og nýju útliti og vínið sjálft kemur úr nýrri víngerð. Nafnið Mixtus vísar til þess að öll vínin eru blanda úr tveimur þrúgum og blöndurnar stundum svolítið frumlegar, t.d. Shiraz-Malbec og Chardonnay-Torrontes en í þessum tveimur vínum er meginþrúgum Argentínu (Malbec í rauðu og Torrontes í hvítu) steypt saman við þekktustu alþjóðlegu þrúgurnar.

Deila.