Nýr „á la carte“ seðill í Perlunni

Nýr og glæsilegur séréttaseðill eða á la carte-seðill var tekinn í notkun í Perlunni á dögunum. Hægt er að velja um annars vegar fjögurra rétta seðil á 7.290 krónur (12.380 krónur með fjórum glösum af víni) eða þá raða saman réttum að eigin vild.

Á fjögurra rétta seðlinum er fyrst kryddlegin bleikja með rússneskri pönnuköku, dillrjóma og piparrótarsósu (vínið með Macon Chanes Domaine de Lalande). Næst humarsúpa, rjómalöguð, með Madeira og grilluðum humarhölum (vínið með Macon Chanes Domaine de Lalande).

Í aðalrétt er hægt að velja á milli fisk dagsins (Sensi Collezione Pinot Grigio) eða  lambatvennu með steinseljurótarmauki, aspas, rófu, soðkartöflu og basil-myntu gljáa (Sensi Chianti Riserva).

Í eftirrétt er loks kókoshnetu Tapioca með steiktu mango og lychee sorbet (Muscat De Beaumes De-Venise)

Einnig er hægt að setja saman seðil eftir eigin höfði og velja úr fjölmörgum réttum, s.s. hvala carpaccio, fuglaþrennu eða grillaðri hörpuskel í forrétt og smálúðu, önd, dúfu, nautaribeye eða nautalund í aðalrétt.

 

Deila.