Lambafile með grilluðum hvítlauk og sólþurrkuðu tómatasmjöri

Það er ekki sósa með þessu kjöti heldur smjör sem við blöndum sólþurrkuðum tómötum saman við og bráðnar síðan yfir steikinni og kartöflunum.

  • 4 lambafile
  • 6-8 sólþurrkaðir tómatar úr dós
  • 50 g smjör
  • 20 hvítlauksgeirar

Fituhreinsið file-sneiðarnar, veltið þeim upp úr ólívuolíu. Saltið og piprið og kryddið með ferskum eða þurrkuðum kryddjurtum, t.d. rósmarín og óreganó.

Saxið sólþurrkuðu tómatana niður mjög fínt og blandið þeim síðan saman við vel volgt smjörið. Saltið og piprið. Setjið í skál og kælið í ísskáp. Það er hægt að hafa hlutföllin á milli tómata og smjörs breytileg, allt eftir því hvað þið viljið hafa tómatana áberandi.

Hreinsið hýðið af hvítlauksgeirunum og veltið þeim upp úr olíu. Grililð á álpappír eða í litlum álbakka. Saltið.

Grillið kjötið og berið fram með grilluðum kartöflubátum, smjörsteiktum kartöflum eða bakaðri ásamt tómatasmjörinu og hvítlauknum.. Gott er að hafa líka með ferskt salat með blönduðu grænu salati og tómötum.

Deila.