Chapoutier La Ciboise 2008

Þetta suður-franska vín frá svæðinu Coteaux-de-Tricastin sunnarlega í Rhone kemur úr smiðju Chapoutier. Þetta er rauðvín í franska Miðjarðarhafsstílnum úr þrúgunum Grenache og Syrah. Líkt og með önnur vín Chapoutier eru allar þrú.gur ræktaðar með lífrænum aðferðum.

Chapoutier La Ciboise 2008 er ungt, ávaxtamikið og kryddað vín með sultuðum krækiberjum, lyngi og kryddjurtum í nefi. Þetta er vín í milliþyngd með þægilegri mýkt og þroskuðum ávexti. Einfalt og aðgengilegt matarvín.

Reynið t.d. með grískum lambakótilettum

1.999 krónur. Góð kaup.

 

Deila.