Caldora Sangiovese 2009

Þessi Sangiovese kemur frá svæðinu Terre di Chieti sem er í héraðinu Abruzzo suður af Toskana og er Caldora eitt af stærri vínsamlögunum á því svæði.

Þetta er nokkuð kröftugur Sangiovese miðað við Toskana-vínin sem framleidd eru úr sömu þrúgu. Mjög dökkur ávöxtur, kryddað með keim af lakkrís í lokin. Ungur og svolítið hrjúfur, mild tannín og ágætis sýruupbbyging.

Þetta er gott matarvín, smellur vel að til dæmis pastasósum með tómötum.

1.650 krónur. Mjög góð kaup.

 

Deila.