Pizza með kjúkling, kryddjurtum og sólþurrkuðum tómötum

Kjúklingur kryddaður með óreganó, mozzarella og parmesan ásamt sólþurrkuðum tómötum gera þessa pizzu Miðjarðarhafslega og ferskur basill kórónar hana.

  • 1 skammtur pizzadeig
  • 4-500 g kjúklingabringur eða kjúklingalundir
  • tómatapassata
  • 1 msk þurrkað óreganó
  • 10 sólþurrkaði tómatar, skornir í strimla
  • rifinn mozzarellaostur
  • rifinn ferskur parmesanostur
  • lúka ferskt basil

Hitið ofninn í 225 gráður. Skerið kjúklinginn í litla bita og smjörsteikið. Sáldið þurrkuðu óreganó yfir. Geymið. Fletjið út deigið. Smyrjið þunnt með tómamatamaukinu. Dreifið kjúklingabitunum og sólþurrkuðu tómötunum yfir. Sáldrið mozzarella og parmesan yfir. Bakið þar til pizzan er orðin stökk og osturinn hefur bráðnað. Takið pizzuna út og drefið söxuðum basillaufunum yfir.

Deila.