Kjúklingurinn fylltur með kryddjurtum, kryddum og sítrónu og verður gífurlega bragðmikill og meyr.
Hráefni:
- 1 stór kjúklingur
- 1 sítróna
- 1 laukur
- 4 hvítlauksgeirar
- 2 rósmarínstönglar
- 2 timjanstönglar
- 2 tsk paprikukrydd
- 1 tsk cummin
- 1/2 dl ólívuolía
- salt og pipar
Aðferð:
- Hitið ofninn í 200 gráður.
- Pressið 3 hvítlauksgeira og blandið saman við 1 tsk af Maldon-salti í skál.
- Saxið rósmarínnálarnar og timjan fínt og bætið við.
- Bætið við pipar, papriku, cummin, olíunni og safanum úr hálfri sítrónu og hrærið vel saman.
- Með puttunum farið þið inn undir skinnið á kjúklingnum og losið það frá bringunum og lærunum.
- Troðið kryddblöndunni inn undir húðina við brignur og læri. Smyrjið afganginum utan á kjúklinginn.
- Grófsaxið 1/2 lauk, 1 hvítlauksgeira, skerið 1/2 sítrónu í sneiðar og fyllið kjúklinginn.
- Setjið kjúklinginn í ofnfast fat ásamt 1/2 grófsöxuðum lauk.
- Setjið inn í ofn og eldið í um 60 mínútur eða þar til kjúklingurinn er fulleldaður.
- Berið fram með hrísgrjónum og blönduðu salati.
Gott hvítvín smellpassar með til dæmis Chardonnay úr Nýja heiminum á borð við Hardy’s Mills Cellars.