Sítrónufylltur kjúklingur

Kjúklingurinn fylltur með kryddjurtum, kryddum og sítrónu og verður gífurlega bragðmikill og meyr.

Hráefni:

  • 1 stór kjúklingur
  • 1 sítróna
  • 1 laukur
  • 4 hvítlauksgeirar
  • 2 rósmarínstönglar
  • 2 timjanstönglar
  • 2 tsk paprikukrydd
  • 1 tsk cummin
  • 1/2 dl ólívuolía
  • salt og pipar

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 200 gráður.
  2. Pressið 3 hvítlauksgeira og blandið saman við 1 tsk af Maldon-salti í skál.
  3. Saxið rósmarínnálarnar og timjan fínt og bætið við.
  4. Bætið við pipar, papriku, cummin, olíunni og safanum úr hálfri sítrónu og hrærið vel saman.
  5. Með puttunum farið þið inn undir skinnið á kjúklingnum og losið það frá bringunum og lærunum.
  6. Troðið kryddblöndunni inn undir húðina við brignur og læri. Smyrjið afganginum utan á kjúklinginn.
  7. Grófsaxið 1/2 lauk, 1 hvítlauksgeira, skerið 1/2 sítrónu í sneiðar og fyllið kjúklinginn.
  8. Setjið kjúklinginn í ofnfast fat ásamt 1/2 grófsöxuðum lauk.
  9. Setjið inn í ofn og eldið í um 60 mínútur eða þar til kjúklingurinn er fulleldaður.
  10. Berið fram með hrísgrjónum og blönduðu salati.

Gott hvítvín smellpassar með til dæmis Chardonnay úr Nýja heiminum á borð við Hardy’s Mills Cellars.

Deila.