Pizza með humar og bökuðum hvítlauk

Þetta er pizza blanca eða hvít pizza en það nefnast þær pizzur þar sem ekki er notuð tómatasósa. Áleggið á þessa er ekki af verri gerðinni eða smjörsteiktur humar og ofnbakaður hvítlaukur.

Hráefni:

Aðferð:

Hitið ofninn í 250 gráður.

Fletjið pizzudegið út og penslið vel með ólívuolíu. Smjörsteikið humarhalana á pönnu í örfáar mínútur. Dreifið yfir pizzuna ásamt hvítlauksrifunum. Skerið mozzarellakúluna í sneiðar og dreifið yfir pizzuna. Saltið og piprið eftir smekk.

Bakið pizzuna í 10-15 mínútur.

Með þessu hentar góður Chablis vel eða suður-ítalskt hvítvín.

Deila.