Silungur með dill-Avgolemono

Avgolemono er einn helsta grunnsósa gríska eldhússins en nafnið þýðir einfaldlega egg og sítróna. Hún hentar afskaplega vel með grilluðum eða steiktum silungi, ekki síst bragðbætt með dilli líkt og hér.

  • 2 egg
  • 1 sítróna, pressuð
  • 1,5 dl kjúklingasoð
  • 1/2 lúka fínsaxað dill
  • salt og pipar

Setjið eggin í skál og pískið yfir vatnsblaði þar til að þau eru orðin létt og froðukennd. Bætið safanum úr sítrónunni hægt og rólega saman við, pískið allan tímann. Bætið síðan rólega kjúklingasoðinu saman við. Pískið áfram og hitið sósuna þar til að hún er orðin nógu þykk. Bragðið til með salti og pipar. Setjið tæpa hálfa lúku af fínsöxuðu dilli saman við sósuna.

Grillið silunginn og berið fram ásamt pönnusteiktum kartöflum með beikon- eða pancetta bitum og Avgolemono-sósunni.

 

 

Deila.