Tiramisu í glasi

Tiramisu er einn af þessum frábæru eftirréttum sem alltaf vekja lukku. Hér er skemmtilegt tilbrigði þar sem rétturinn er borinn fram í glasi.

  • 1,5 dl espressokaffi
  • 2/3 dl Kahlúa
  • 1/3 dl Amaretto
  • 3 egg
  • 2 msk sykur
  • 450 g Mascarpone
  • 1 pakkning Ladyfingers
  • Dökkt súkkulaði

Aðferð:

Blandið saman kaffinu og líkjörunum. Ef þið eigið ekki bæði Kahlúa og Amaretto er hægt að nota 1 dl af öðrum hvorum líkjörnum.

Setjið eggjagulurnar í skál ásamt sykrinum. Setjið skálina yfir pott með sjóðandi vatni og þeytið  í vatnsbaðinu með handþeytara í 1-2 mínútur. Takið skálina af vatnsbaðinu. Geymið og leyfið að kólna.

Stífþeytið eggjahvíturnar.

Blandið Mascarpone-ostinum varlega saman við eggjagulurnar.

Blandið síðan varlega saman við eggjahvíturnar.

Þá er komið að því að byrja að að byggja upp réttinn í glösunum. Best er að nota belgmikil glös, þau mega gjarnan vera á fæti.

Í botninn á hverju glasi fara 3-4 stk ladyfingers sem búið er að dýfa upp úr kaffi- og líkjörsblöndunni. Þið gætuð þurft að brjóta kexin í tvennt til að koma þeim fyrir. Nóg er að dýfa þeim ofan í blönduna í 3-4 sekúndur.

Skiptið nú eggja- og mascarponeblöndunni í glösin þannig að hún þekji kexin.

Rífið súkkulaðið og sáldrið yfir eggjablönuna.

Dýfið 1-2 ladyfingers fyrir hvert glas ofan í kaffiblönduna og stingið ofan í glösin.

Berið fram strax eða geymið í ísskáp þar til rétturinn er borinn fram.

Deila.