Vínlegnar perur

Perur soðnar í sætvíni í tæpa klukkustund og vínsírópinu siðan hellt yfir.

  • 8 perur, helst sem minnstar
  • flaska af hálfsætu sherry. t.d. Osborne Medium
  • 5 dl vatn
  • 2 kanilstangir
  • 1 vanillustang
  • börkur af 2 sítrónum
  • safinn úr 1 sítrónu
  • 2 bollar sykur

Perurnar eru flysjaðar en stönglinum haldið. Skafið innan úr vanillustönginni.  Allt sett í stóran pott og suða látin koma upp. Perurnar fara þá út í og þær soðnar þar til eru orðnar mjúkar, varist þó að sjóða þær ekki í mauk. Þetta tekur lúmskt langan tíma, allt upp í tæpan klukkutíma. Hrærið reglulega í og snúið perunum ef vökvinn hylur þær ekki alveg.

Veiðið perurnar upp úr þegar þær eru fulleldaðar og haldið áfram að sjóða þar til vökvinn hefur minnkað um amk helming og fer að verða sýrópslegur.

Perurnar er í eftirréttaskálar, smár sýrópi hellt yfir og þær skreytt t.d. með myntublöðum, sem hægt er að koma fyrir á stönglunum.

Með þessu henta sætvín afskaplega vel.

Deila.