Ofnbakað rótargrænmeti með engifer

Þetta er tilvalið meðlæti með bæði lambi og nauti og uppskriftina er hægt að teygja og toga í allar áttir. Það er hægt að útbúa nettan skammt í litlu fati en það er líka hægt að fylla heila ofnskúffu af rótargrænmeti og baka.

  • Sætar kartöflur
  • kartöflur
  • laukur
  • gulrætur
  • steinseljurót
  • rófur
  • timjan
  • engifer
  • hvítlaukur
  • olía

Veljið grænmeti eftir ykkar smekk en passið ykkur þó á því að hafa sætu kartöflurnar í aðalhlutverki. Skerið í grófa bita og setjið í ofnfast fat.

Rífið niður vænan bita af engifer og pressið vænan skammt af hvítlauk og blandið saman við. Bætið nokkrum timjanstönglum saman við.

Saltið með Maldon-salti og kryddið með nýmuldum pipar. Hellið hressilega af ólívuolíu yfir.

Eldið við 180 gráður í um klukkustund eða lengur. Hrærið nokkrum sinnum í grænmetinu á meðan.

Deila.