Coffee Sour

Sour eru klassískir drykkir sem alltaf innihalda einhvern líkjör eða brennt vín, sítrónu- eða límónusafa og einhverja viðbót er gefur sætu. Stundum er eggjahvítu líka bætt við. Hér er það kaffilíkjör sem myndar undirstöðuna.

4 cl Heering kaffilíkjör

4 cl nýpressaður sítrónusafi

3 cl sykursíróp

Setjið í hristara ásamt klaka. Hristið vel og hellið í koníaksglas ásamt klaka.

Deila.