Xanté Berry

Fersk jarðarber eru hrist saman við líkjörinn og sítrónusafa í þessum drykk. Berin gefa fallegan rauðan lit og peruilmurinn smeygir sér í gegnum allt.

4 cl Xanté koníaksperulíkjör

5 cl nýpressaður sítrónusafi

3 cl sykursíróp

3-5 jarðarber

Setjið í hristara ásamt klaka. Hristið vel og síið í kokteilglas.

Deila.