Parmesan gratíneraður humar

Það er hægt að fara tvær leiðir í þessum rétti. Annars vegar að gera úr þessu góðan forrétt eða þá að útbúa snittur með humargratíni.

Fyrir 4

300 gr skelflettur humar

Hvítvínssósa

  • 3 skallottulaukar, fínsaxaðir
  • ½ msk smör
  • 1 dl hvítvín
  • 1 msk niðursoðinn humarkraftur (tasty súpu/sósugrunnur t.d.)
  • ½ teningur fiskikraftur, leystur upp í ½ dl af sjóðandi vatni
  • 1 ½ dl rjómi
  • ½ dl sýrður rjómi (18% eða meira)
  • 1 msk maisenamjöl hrært út í örlitlu vatni til að þykkja sósuna

Gratín

  • 2-3 þeyttar eggjahvítur
  • ½ dl rifinn Parmesan ostur

Aðferð 1 – humargratín:

1) Hölunum er raðað í smurt eldfast mót.

2) Mýkja lauk í potti með smjöri (ekki steikja)

3) Setja vín, humarkraft, fiskikraft, rjóma og sýrðan saman við og láta sjóða í 30 mín við vægan hita.

4) Sigta sósuna og hella svo aftur í pottinn og smakka til með salti/rjóma ef þarf.

5) Hræra maisenamjölinu út í

6) Láta suðu koma upp, og sjóða þangað til hæfilegri þykkt er náð.

7) Kæla (þetta má allt gera kvöldinu áður. Sósan verður bara betri ef eitthvað er ef hún stendur)

8) Hella sósu yfir humarinn

9) Hita ofninn í 250°C

10) Stífþeyta hvítur og blanda osti varlega saman við.

11) Setja eggjahvítublönduna yfir humarinn/sósuna

12) Baka í 5-10 mín, eða þangað til hvíturnar eru farnar að brúnast og humarinn heitur í gegn

13) Bera fram strax, t.d. með klettasalati og ristuðu brauði

Aðferð  2 – snittur (smellið)

Klassískt franskt hvítvín hentar með báðum útgáfum, t.d. gott Sancerre, Chablis eða annað Búrgundarvín.

Deila.