Panna Cotta með jarðarberjum og balsamik

Panna Cotta er ítalskur búðingur sem hægt er að leika sér með í margskonar útgáfum. Hér með jarðarberjum og balsamikediki.

  • 3 dl grísk jógúrt
  • 5 dl rjómi
  • 1 dl sykur
  • 3 blöð matarlím
  • 1 msk vanilludropar

Pískið saman  2,5 dl rjóma, jógúrt og vanilludropa. Setjið hinn helminginn af rjómanum í pott ásamt sykrinum og hitið þar til að sykurinn hefur bráðnað og rjóminn er farinn að malla. Hrærið vel í á meðan. Takið af hitanum.

Leggið matarlímsblöðin í bleyti. Bræðið síðan í vatnsbaði. Blandið matarlíminu saman við heita rjómann. Blandið saman við rjóma- og jógúrt blönduna.

Setjið í lítil form og geymið í ísskáp í a.m.k. hálfan sólarhring.

Jarðarber

  • 1 karfa af jarðarberjum
  • 1/2 dl balsamikedik
  • 1 msk sykur

Skerið jarðarberin í sniðar og blandið saman við sykurinn og balsamikedikið.

Takið formin úr ísskápnum. Losið varlega um búðinginn og steypið honum á disk. Setjið jarðarber og edik ofan á og í kring.

 

 

Deila.