Frönsk eplakaka

Þetta er klassísk frönsk eplakaka sem er gott að bera fram með ís eða rjóma. Það er tilvalið að nota bæði rauð og græn epli, t.d. Granny Smith og Jonagold.

  • 4 epli
  • 3 egg
  • 1/2 dl dökkt romm
  • 1 tsk vanilludropar
  • 150 g sykur
  • 120 g hveiti
  • 120 g smjör við stofuhita
  • 1 tsk lyftiduft
  • 1/2 tsk salt
  • Hitið ofninn í 180 gráður.

Blandið hveiti, lyftidufti og salti saman. Flysjið og kjarnhreinsið eplin og skerið í um 1 sm teninga.

Þeytið egginn í annarri skál þar til að þau eru orðin froðukennd. Blandið þá sykrinum saman við, romminu og vanilludropunum. Þeytið helminginn af hveitiblöndunni saman við og blandið næst helmingnum af smjörinu varlega saman við. Þá er hinum helmingnum af hveitiblöndunni bætt út í og næst hinum helmingnum af smjörinu.

Blandið nú eplabitunum saman við.

Smyrjið smelluform vel (20-23 sm) og setjið deigið í formið. Bakið í um klukkustund.

Deila.