Grísalund fyllt með parmaskinku, mozzarella og kryddjurtum

Þessi grísalund er fyllt með ítölsku góðgæti, s.s. mozzarella, skinku og sólþurrkuðum tómötum.

  • 1 grísalund, ca 600 g
  • 4 sneiðar ítölsk hráskinka
  • 1 mozzarellakúla, skorin í sneiðar
  • væn lúka af ferskum, söxuðum kryddjurtum t.d. oreganó, steinselja og salvía
  • 10-12 sólþurrkaðir tómatar, saxaðir
  • salt og pipar

Skerið lundina í butterfly. Skerið fyrst niður en ekki alveg í gegn og síðan til hliðar báðum megin. Setjið á bökunarpappír, bökunarpappír ofan á og fletjið varlega út, t.d. með kökukefli eða kjöthamri.

Setjið skinkusneiðar á lundina. Þá saxaða tómatinn og kryddjurtirnar. Loks ostasneiðarnar. Lokið lundinn og festið með tannstönglum og/eða matargarni. Brúnið varlega á pönnu. Setjið í fat og eldið í um 30 mínútur í 180 gráðu heitum ofni.

Berið fram með ofnbökuðum kartöflum og salati. Góðu ítölsku rauðvíni, t.d. Isole e Olena Chianti Classico.

 

Deila.