Tapashúsið er einn af nýjustu veitingastöðunum í Reykjavík og býður upp á suðræna stemmningu. Jóhann Gunnar Baldvinsson setti saman nokkra spennandi drykki fyrir okkur. Bols Cheesecake er drykkur þar sem jógúrtlíkjör ásamt jarðarberjalíkjör mynda samsetningu sem ótrúlegt nokk minna skemmtilega á góða ostaköku. Svipuð hráefni eru notuð í Bols Raspberry Delight en útkoman þó allt önnur, svolítil smoothie-tilfinning yfir drykknum. Jógúrtlíkjörinn kemur einnig við sögu í Apple Cream Delight þar sem limesafi og eplalíkjör gefa góðan ferskleika.
Í Mickey Finn Pear Fizz eru það perur og lime sem ráða ríkjum og í Mickey Finn Strawberry Margarita eru jarðarber og hindberjalíkjör mulin með klakanum til að gefa flottan lit og gott bragð.