Kartöflusalat með kryddjurtum, feta og furuhnetum

Þetta er sumarlegt kartöflusalat sem hentar vel með t.d grilluðum fiski eða kjúklingi.

  • 600-800 g kartöflur
  • 1 búnt steinselja, helst ítölsk flatlaufa (fjallasteinselja), fínt söxuð
  • 1 lúka myntublöð, söxuð
  • 1 dl furuhnetur, þurrristaðar
  • 1 dl fetaostur, skorinn í bita
  • 1/2 dl góð ólívuolía
  • 2 msk gott edik, t.d. estragonedik eða balsamik
  • 1 tsk karrí
  • 1/2 tsk cayennepipar
  • salt og pipar

Sjóðið kartöflurnar og skerið í bita. Leyfið að kólna.

Saxið steinselju og myntu, þurrristið hneturnar á pönnu.

Blandið saman olíu og ediki í stórri skál ásamt klípu af salti og pipar. . Bætið kryddjurtunum saman, þá kartöflunum og síðan fetaosti og hnetum. Kryddið loks með karrí og cayenne. Blandið saman og berið strax fram.

Deila.